Grillaður kjúlli, rauðvín og límdur kantilisti á bílhurð

Hæ,

Fínn dagur í dag. Við skelltum okkur í bæinn og keyptum gjafir handa Matthíasi, enda á pjakkur afmæli á morgun. Okkur tókst að fela þetta fyrir honum og hann fær pakkana á morgun.

Við kíktum svo í smá heimsókn í Birkelunddalen. Sólin skein svo skært og ekki hægt annað en að grilla í kvöld. Ég keypti kjúkling og smellti honum grillið. Alveg indælis fyrirbæri.

Ég hef bílinn hennar Sólrúnar þegar ég hef börnin og ég á henni mikið að þakka fyrir það. Nema hvað að kantlistinn á bílhurðinni, sem sagt skrautlistinn, losnaði frá og setti ótvíðræð lýti á annars huggulegan bíl. Þegar ég kom heim í kvöld sá ég að nágranni minn hérna í næsta húsi var að dytta að bil. Mig grunaði að hann gæti nú kannski bent mér á eitthvað til að leysa þetta fegurðarmál. Piltur var nú bara þessi elska og sagði: Hey ég redda þessu bara! Ég staðfestist í þeirri trú minni að fólk sé svona almennt gott og leitist við að vera gott. Að launum gaf ég pilti flösku af rauðvíni. Ég er glaður tjaldbúi í dag.

jamm, það var nú málið í dag. Ágætur dagur sem endaði jú bara svona glimrandi.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Afmælislukkukveðjur til Matthíasar frá mér og Heiðrúnu, byðjum annars að heilsa öllum...
Rúna Kúbufari
Helgi sagði…
Litli maðurinn orðinn svona stór á svona skömmum tíma. Ótrúlegt með þessi kríli.
Vertu ekki að moka rauðvíni í baunana, las á heimasíðu foreldra þessa nágranna þíns að hann væri "fallinn" eftir að hafa fengið gefins rauðvín frá einhverjum Íslendingi.
Vinarkveðja frá Stokkhólmi.
Nafnlaus sagði…
Til hamingju með Matthías. Ég þynnist aðeins út í afmælisdögum eftir því sem börnin verða fleiri. Erfitt að halda sér við í þeim efnum. Man þetta svona cirka...eiginlega bara mánuðinn :S.
Vona að þú getir notið blíðunnar sem er hjá ykkur :)
g

Vinsælar færslur